Umhverfisráð - 333 (14.2.2020) - Breytingar á deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis
Málsnúmer201905162
MálsaðiliUmhverfis- og tæknisvið
Skráð afirish
Stofnað dags14.02.2020
NiðurstaðaSamþykkt
Athugasemd
TextiMeð hliðsjón af athugasemdum leggur umhverfisráð til að umfjöllun um nýtingu svæðis norðan Hringtúns verði vísað til endurskoðunar aðalskipulags og fallið verði frá nýrri lóð við Hringtún 20-22 á þessu stigi. Bætt er við byggingarreitum fyrir sambyggða bílskúra á lóðunum Böggvisbraut 10 og Steintúni 1. Aðrar athugasemdir gefa ekki tilefni til annarra breytinga á deiliskipulagstillögunni. Afgreiðsla athugasemda kemur fram í fylgiskjalinu "Samantekt athugasemda við deiliskipulagstillögu" við fundargerð þessa. Umhverfisráð samþykkir tillöguna svo breytta og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun gögnin til yfirferðar ásamt athugasemdum og samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.